Veiting ríkisborgararéttar

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 16:32:44 (6137)

1996-05-15 16:32:44# 120. lþ. 138.9 fundur 334. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (síðara stjfrv.) frv. 51/1996, Frsm. ÖJ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[16:32]

Frsm. allshn. (Ögmundur Jónasson):

Hæstv. forseti. Allshn. hefur haft til umfjöllunar síðara frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar á þessu þingi. Vinna allshn. var með hefðbundnum hætti. Formaður allshn. og einn nefndarmanna, sá sem hér stendur, fóru yfir allar umsóknir sem bárust til að kanna hvort þær uppfylltu skilyrði starfsreglna nefndarinnar um veitingu ríkisborgararéttar, en þessar starfsreglur voru upphaflega settar árið 1955 en hefur verið breytt nokkrum sinnum síðan, síðast í febrúarmánuði árið 1995. Nefndin tók síðan málið fyrir á fundi sínum og mælir hún með samþykkt frv. með þeim breytingum sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.