Veiting ríkisborgararéttar

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 16:34:06 (6138)

1996-05-15 16:34:06# 120. lþ. 138.9 fundur 334. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# (síðara stjfrv.) frv. 51/1996, KHG
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[16:34]

Kristinn H. Gunnarsson:

Virðulegi forseti. Það er ein stutt fyrirspurn til framsögumanns nefndarinnar. Hún varðar 2. gr. frv. en í henni er tekið fram að þeir sem heita nöfnum sem ekki fullnægja reglum laga um mannanöfn frá 27. mars 1991 skuli ekki öðlast íslenskt ríkisfang samkvæmt lögum þessum fyrr en fullnægt er ákvæðum 15. gr. þeirra laga.

Nú er eins og þingheimur veit búið að setja ný lög um mannanöfn. Ég vildi spyrja framsögumann nefndarinnar að því hvort það væri ekki ásetningur nefndarinnar að flytja breytingartillögu um 2. gr. þessa frv. til samræmis við ný mannanafnalög. Það hefur áhrif á stöðu þeirra útlendinga sem hér er lagt til að verði íslenskir ríkisborgarar því að þeim verður þá ekki lengur gert skylt að kasta frá sér nafni sínu.