Fjárreiður ríkisins

Miðvikudaginn 15. maí 1996, kl. 17:46:26 (6149)

1996-05-15 17:46:26# 120. lþ. 138.11 fundur 297. mál: #A fjárreiður ríkisins# frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 138. fundur

[17:46]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að það hafi alls ekki verið óþarfi að fara yfir þetta mál í 40 ræðum og jafnvel þó svo einhver rök hafi endurtekið sig þar sem ég býst við að hafi verið. Við höfum séð þetta á mjög svipaðan máta. Að vísu veit ég að í síðustu ræðunum sem voru fluttar hér komu fram ýmsir nýir fletir á þessum málum, t.d. hvað varðar sveitarstjórnarstarfsmenn og hvernig kjör þeirra tengjast kjörum ríkisstarfsmanna og það var fjallað um margt annað á svolítið annan hátt en hafði verið gert áður. En 40 ræður á þessum tíma var alls ekkert of mikið vegna þess að ég er sannfærð um það --- af því að maður sá hv. stjórnarliða vera hér að tipla á tánum og einn og einn stakk inn höfði til að vita hvað væri að gerast og hvað væri verið að segja --- að fyrir þeim hv. þingmönnum voru rökin ný í hvert sinn sem þeir létu svo lítið að sjá sig.

Og vitsmunaleg heilsa og geðheilsa fer oft saman.