Umgengni um nytjastofna sjávar

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 12:16:36 (6165)

1996-05-17 12:16:36# 120. lþ. 140.4 fundur 249. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# frv. 57/1996, VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[12:16]

Vilhjálmur Egilsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Málið snýst að mínu áliti um það að í frv. til laga um nytjastofna eigi fyrst og fremst að tryggja að rétt sé talið upp úr viðkomandi skipum. Ég álít að það sé alveg hægt að ganga svo frá að það sé rétt talið upp úr frystitogurum hvort sem landað er hér á Íslandi eða erlendis. Ég kalla það vera ígildi auðlindaskatts þegar frystitogari er skyldugur til þess að borga frakt upp á aðra milljón og sigla svo sjálfur rétt á undan eða eftir fraktskipi nákvæmlega sömu leið. Ég kalla það ígildi auðlindaskatts að setja slíka kvöð á einn frystitogara og það getur vel verið að hv. þm. sé ósammála um það. Við verðum að fá að vera ósammála um eitthvað, ég og hv. þm.