Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 14:44:05 (6185)

1996-05-17 14:44:05# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[14:44]

Frsm. meiri hluta félmn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Já, það er svo sannarlega rétt að Lagastofnun Háskóla Íslands er enginn hæstiréttur. Hins vegar var það sameiginleg ákvörðun félmn. að beina ákveðnum spurningum til Lagastofnunar Háskóla Íslands um hvort framlagning frv. og ákvæði í því brytu stjórnarskrá og alþjóðasáttmála og því byggjum við mjög mikið á þessu áliti eða meiri hluti félmn. Við teljum að þetta sé skásta og ábyggilegasta plaggið sem við getum stuðst við.