Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 14:55:55 (6194)

1996-05-17 14:55:55# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[14:55]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvernig skyldi standa á því að samtök atvinnurekenda lýsa ítrekað yfir ánægju með þetta frv. á sama tíma og hvert einasta verkalýðsfélag í landinu, öll heildarsamtök launafólks á Íslandi, lýsa andstöðu við frv.? Sannleikurinn er sá að í nóvembermánuði árið 1995 var send út áfangaskýrsla sem viðræðuplagg út í hreyfingu launafólks. Þær viðræður fóru fram og þær viðræður skiluðu ákveðinni niðurstöðu. Það er sú niðurstaða sem ríkisstjórnin er að hunsa. Það er mergurinn málsins. Það eru allir sammála um að það kunni að þurfa að gera ýmsar breytingar á þessum lögum. En þær á ekki að gera með þessu móti. Þess vegna mun það koma fram í þessum umræðum, ekki einvörðungu af minni hálfu heldur flerstra þeirra, spái ég, sem koma til með að tjá sig um þetta mál að þetta frv. eigi að draga til baka og setja í þann farveg sem samtök launafólks hafa krafist.