Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 14:57:19 (6195)

1996-05-17 14:57:19# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, Frsm. meiri hluta SF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[14:57]

Frsm. meiri hluta félmn. (Siv Friðleifsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það er alveg ljóst að það var samráð um þetta mál. Hins vegar kusu formenn landssambanda ASÍ að taka málið úr þeim farvegi. Þeir höfnuðu þessum drögum og tóku málið upp í viðræðum milli sín og atvinnurekenda. Það er allt samráðið sem þeir vildu hafa. Þar var klippt á ríkisvaldið. Þessu breytir þú ekki hér, hv. þm.