Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 14:57:54 (6196)

1996-05-17 14:57:54# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[14:57]

Ágúst Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Hér var talað fyrir nefndaráliti sem felur í sér einhliða aðgerð til að breyta samningsstöðu við kjarasamninga einum aðila í hag, þ.e. vinnuveitendum. Þetta er ógeðfelld aðferðafræði og ég er andsnúinn þessum vinnubrögðum. Stuðningur við frv. er einungis frá samtökum vinnuveitenda.

Ég vil spyrja hv. þm. hvenær Framsfl. gat þess í kosningabaráttunni að hann hygðist standa að nýrri löggjöf um stéttarfélög og vinnudeilur í algerri andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Framsfl. var mjög óspar á loforð í kosningabaráttunni. En hvenær gaf hann fyrirheit um þessi frumvörp og þá aðferðafræði sem liggur á bak við þau?