Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 16:35:41 (6208)

1996-05-17 16:35:41# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[16:35]

Bryndís Hlöðversdóttir (andsvar):

Herra forseti. Nú er hæstv. ráðherra kominn algerlega í hring með mál sitt. Hann sagði áðan að hann væri einmitt ekki að leggja til íhlutun í innri málefni stéttarfélaga með þessu frv. Það er einmitt verið að gera það með því að kveða á um það hvernig reglur skuli gilda um atkvæðagreiðslur. Og ekki aðeins það heldur gerir hæstv. ráðherra að umtalsefni hvernig það væri ef stærsti flokkurinn á Alþingi ætti að ráða öllu. Það er einmitt það sem er verið að leggja til með þeim tillögum sem voru lagðar fram um atkvæðagreiðslu varðandi miðlunartillögur. Stærsti flokkurinn á að ráða öllu og hann á að ráða stefnunni. Það er einmitt það sem hæstv. ráðherra leggur til.