Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 17. maí 1996, kl. 16:36:34 (6209)

1996-05-17 16:36:34# 120. lþ. 140.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 140. fundur

[16:36]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að þetta séu hártoganir og þar að auki hef ég ekki farið í neinn hring. Verkalýðsfélögin mega skipa stjórnir sínar og trúnaðarmannaráð eftir þeim reglum sem þau setja sér. Hitt er annað mál að þetta frv. skerðir ofurlítið alræðisvald stjórnar og trúnaðarmanna og almennum félagsmönnum, bæði hvað varðar vinnuveitendur og launamenn, er hleypt að. Þeim er gefið tækifæri til að taka þátt í meginákvörðunum sem varða lífsafkomu þeirra.