Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 16:55:45 (6368)

1996-05-21 16:55:45# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[16:55]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Hæstv. forseti. Forskriftin úr Garðastræti, fyrirskipun atvinnurekendasamtakanna til ríkisstjórnarinnar var sú að þetta frv. yrði keyrt í gegnum þingið. Það er alveg rétt sem hæstv. félmrh. segir að þar á bæ hefðu menn viljað strangari reglur og meiri réttindaskerðingu. En krafa númer eitt var þessi: Keyrið yfir verkalýðshreyfinguna, fáið þessi lög samþykkt í þinginu, sýnið hverjir eru húsbændur á þessum bæ. Meðal annarra orða vil ég benda hæstv. félmrh. á það að með þessum lögum er verið að banna Dagsbrúnarfundinum í Austurbæjarbíói að taka ákvörðun um að veita sinni forustu heimild til að boða til verkfalla. Hvernig skyldi standa á því að þær reglur og þau lög sem verið er að keyra hér í gegnum þingið eru af nákvæmlega sama toga og voru kynnt og keyrð í gegnum þing gegn þjóðinni á Nýja-Sjálandi og í Bretlandi Thatcher? Og ég vil spyrja hæstv. félmrh. sem hefur sagt að laun séu of lág á Íslandi: Verður þetta til að bæta launakjör á Íslandi?