Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 17:03:20 (6374)

1996-05-21 17:03:20# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[17:03]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég keypti mér engan ráðherrastól. Ég þarf heldur ekkert að borga hann út af fyrir sig þar af leiðandi. Hv. þm. var harmi lostinn yfir því hvernig væri komið fyrir mér. Ég verð að játa að ég gleðst yfir því að hann ber góðar tilfinningar til mín. En ég vil segja eins og frelsarinn: Grátið ekki yfir mér o.s.frv. Varðandi gangnakofalýðræði þá vill nú svo til að ég hef iðulega átt góðar stundir í gangnakofum og ég veit ekki betur en að þar þrífist lýðræðið ekkert síður en á Grensásveginum eða í Garðastrætinu.