Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 17:25:55 (6382)

1996-05-21 17:25:55# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[17:25]

Svavar Gestsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. orð hans en hann svaraði ekki spurningu minni, þ.e. hvort hann mun styðja brtt. við þetta frv. sem gengur út á það að halda áfram að treysta þá stöðu sem trúnaðarmannaráðin hafa haft. Síðan vil ég benda honum á að segi samviskan honum í þessu máli að það eigi að fresta því, ber honum að fara eftir samvisku sinni samkvæmt stjórnarskrá landsins hvað svo sem líður meiri hluta þingflokks Framsfl. Og ég skora á hann að rífa sig lausan úr þeim faðmlögum.