Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 17:31:28 (6387)

1996-05-21 17:31:28# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[17:31]

Guðni Ágústsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil að lokum segja það að þetta er ekki allt einhliða í málinu því að sannarlega voru menn búnir að sitja og ná saman um mörg atriði á tveimur árum sem ríkir engin ósátt um. (KÁ: Ekki þetta sem er í þessu frv.) Ýmislegt sem er í þessu frv. og ég hygg að það sé sátt um breytingartillögur sem hér eru komnar fram. Ég ætla ekkert að deila um það. En ég vona bara að það verði ekki örlög íslensku þjóðarinnar --- skítt með ríkisstjórnina. Ef hún fer þá kemur bara ný --- það bitni ekki á henni þó að þetta verði gert að lögum heldur að menn reyni á vinnumarkaði að ganga til þjóðarsáttasamninga á nýjan leik, ég vil segja, í þeim anda sem ASÍ talar um núna með fimm ára áætlun og með það að markmiði að bæta lægstu kjörin á Íslandi.