Stéttarfélög og vinnudeilur

Þriðjudaginn 21. maí 1996, kl. 23:04:01 (6402)

1996-05-21 23:04:01# 120. lþ. 143.8 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 143. fundur

[23:04]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég hef ekki svikið nein loforð. Ég reyndi samráð til þrautar og ég vil biðja hv. þm. að kynna sér betur hvernig slitnaði upp úr þessum viðræðum. Það gerðist með fundi formanna landssambandanna í Ölfusborgum. Ég var ekki á þeim fundi og það var ekki gert í félmrn. Ef hv. þm. læsi erindisbréf nefndarinnar sem hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson setti henni á sínum tíma 1994, kæmist hann að því að þeirri nefnd var falið að setja í lagafrv. úrbótatillögur.