Evrópusamningur um forsjá barna

Miðvikudaginn 22. maí 1996, kl. 14:09:58 (6421)

1996-05-22 14:09:58# 120. lþ. 144.7 fundur 471. mál: #A Evrópusamningur um forsjá barna# þál. 9/1996, Frsm. GHH (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur

[14:09]

Frsm. utanrmn. (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Utanrmn. leggur samhljóða til að þeir samningar sem hér um ræðir verði staðfestir, þ.e. Evrópusamningur um viðurkenningu og fullnustu ákvarðana varðandi forsjá barna og endurheimt forsjár barna og samningur um einkaréttarleg áhrif af brottnámi barna til flutnings milli landa. Hér er um að ræða samninga sem eru nokkurra ára gamlir en hafa ekki enn hlotið fullgildingu af Íslands hálfu. Það er skoðun nefndarinnar að það sé meira en tímabært að svo verði gert.

Nefndin leggur til að fullgildingarheimildin verði veitt með því að samþykkja þessa þáltill.