Almannatryggingar

Miðvikudaginn 22. maí 1996, kl. 14:23:51 (6430)

1996-05-22 14:23:51# 120. lþ. 144.15 fundur 510. mál: #A almannatryggingar# (sérfæði) frv. 100/1996, Frsm. SF (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 144. fundur

[14:23]

Frsm. heilbr.- og trn. (Siv Friðleifsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir hönd heilbr.- og trn. fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 117/1993, með síðari breytingum. Í 1. gr. kemur fram að breytingin að veita styrk til kaupa á næringarefnum og sérfæði sem lífsnauðsynlegt er vegna hamlaðrar líkamsstarfsemi.

Eins og fram kemur í greinargerðinni er frv. þetta flutt þar sem nauðsynlegt er talið að lögfesta heimild Tryggingastofnunar ríkisins til að veita styrki til að kaupa næringarefni og sérfæði. Í lögum nr. 117/1993, um almannatryggingar, er ekki að finna heimild til slíkra greiðslna og hafa Tryggingastofnun ríkisins og tryggingaráð óskað eftir því við heilbr.- og trmrh. að hann beiti sér fyrir lagabreytingu þessa efnis. Heilbr.- og trn. hefur að ósk ráðherra ákveðið að flytja slíkt frv.

Það er fullt samkomulag í nefndinni um að flytja þetta mál og þarfnast þetta ekki fleiri skýringa við.