Almannatryggingar

Miðvikudaginn 22. maí 1996, kl. 14:57:27 (6436)

1996-05-22 14:57:27# 120. lþ. 145.3 fundur 510. mál: #A almannatryggingar# (sérfæði) frv. 100/1996, SF
[prenta uppsett í dálka] 145. fundur

[14:57]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Það er sjálfsagt að taka þetta mál fyrir í nefndinni og mun ég biðja hv. formann að gera það á næsta fundi. Að vísu skilst mér að farsímar séu túlkaðir sem hjálpartæki og það gildi mismunandi reglur um heimildir til þess að afgreiða slík tæki. Það gæti verið tekjutengt eða eitthvað slíkt. Ég get ekki útskýrt það nánar í stuttu máli.