Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:41:51 (6477)

1996-05-23 10:41:51# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:41]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Það var og er rík þörf á því að bæta samskipti á vinnumarkaði. Það var og er nauðsynlegt að gera ýmsar breytingar á vinnulöggjöf. Um þetta voru allir sammála. Ágreiningur reis milli verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda um aðferðir og innihald. Ríkisstjórnin tók afstöðu með atvinnurekendum, hún tók afstöðu gegn launafólki. Þetta frv. er unnið samkvæmt fyrirmælum Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálasambandsins. Þetta frv. er unnið af einsýni. Þetta frv. er unnið af þröngsýni. Þetta frv. er unnið með fádæma yfirgangi. Þetta frv. er hneyksli. Þessi ríkisstjórn er hneyksli. Þessi vinnubrögð munu torvelda nauðsynlegar breytingar á vinnumarkaði. Ég segi já við því að vísa þessu frv. til ríkisstjórnarinnar.