Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:46:34 (6480)

1996-05-23 10:46:34# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:46]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég segi já við þessari tillögu um að vísa frv. til ríkisstjórnarinnar þrátt fyrir að lagfæring hafi orðið á frv. vegna skeleggra mótmæla verkalýðshreyfingar og stjórnarandstöðu. Ég segi já vegna þess að grundvallarágreiningurinn stendur eftir. Hér er á ferðinni eitt mesta stórslys hvað varðar samskipti löggjafarvaldsins við vinnumarkaðinn sem stefnir til harðra átaka við að brjóta lögin á bak aftur. Ég skora á hæstv. forsrh. að hann sjái til þess að málið hverfi úr sölum Alþingis og samstarf verði tekið upp við aðila vinnumarkaðarins að nýju. Ég treysti því að svo verði gert og segi já.