Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:47:47 (6481)

1996-05-23 10:47:47# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:47]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Hér er ríkisstjórn íhalds og Framsóknar að setja mark sitt á skuggasíður sögunnar. Hér er verið að efna til ófriðar í landinu, verið að vega að sjálfu frelsi verkalýðshreyfingar í landinu og í raun að lýðræði í samfélagi okkar. Frv. á vitaskuld að fara veg allrar veraldar en næstbesti kosturinn er að það fari í saltpækil hjá ríkisstjórninni. Ég segi já.