Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 10:49:55 (6483)

1996-05-23 10:49:55# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[10:49]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Í aðdraganda myndunar ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar gerði formaður Framsfl. tilboð til Sjálfstfl. um það að breyta vinnulöggjöfinni. Við erum nú að sjá niðurstöðuna úr þessu samstarfi þessara tveggja flokka sem ætla að keyra yfir fjöldasamtökin, alþýðusamtökin í landinu, með þeirri lagasetningu sem er verið að færa fram á Alþingi. Þetta er mikill ógerningur sem hér er unnið að. Að vísu er frv. orðið heldur ræfilslegt og ríkisstjórnin heldur lotleg eftir þá umræðu sem hér hefur farið fram. En það er því miður ekki útlit fyrir að við náum að hrinda þessari löggjöf enda skortir afl og það er skynsamlegt á slíkum stundum að velta því fyrir sér af öllum fjöldanum hvernig menn nota kosningarrétt sinn.

Þetta mál verður áfram í höndum alþýðusamtakanna í landinu til að hrinda því sem ekki tekst á Alþingi sem ekki er afl til á Alþingi. Ég segi já við þessari tillögu.