Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:03:00 (6493)

1996-05-23 11:03:00# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:03]

Guðni Ágústsson:

Hæstv. forseti. Ég sit hjá við þessa grein til að fylgja eftir skoðunum mínum um að ég hefði kosið aðra málsmeðferð. Þrátt fyrir það tel ég að frv. hafi tekið miklum breytingum í þinginu sem eru allar til bóta og er viðurkennt af stjórnarandstöðu á þessum morgni og ég hygg að sé einnig viðurkennt af verkalýðshreyfingunni. Ekkert er jafnmikilvægt og gott samstarf ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar. Því ber báðum aðilum nú að jafna þann ágreining sem uppi er. Ég trúi því að sá vilji verði fyrir hendi. Ég sit því hjá við þessa grein frv.