Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:07:31 (6496)

1996-05-23 11:07:31# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:07]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Fátt er brýnna á Íslandi í dag en að lífskjörin batni og tímakaup hækki. Þeir sem gerst þekkja telja að vinnustaðarsamningar séu mikilvægt tæki til þess og verkalýðshreyfingin hefur verið að þróa slíka samninga enda er svigrúm til þess innan núgildandi laga. Með þessari lagasetningu á hins vegar að þjösna inn ákvæði til að lögfesta nýja aðferðafræði við slíka samningsgerð sem setur alla vinnustaðarsamninga í stórhættu. Herra forseti. Greinin er öll með endemum. Ég segi nei.