Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:10:30 (6499)

1996-05-23 11:10:30# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:10]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Hér hafa menn nálgast sjónarmið sem verkalýðsfélögin hafa sett fram ásamt stjórnarandstöðu en það vantar upp á að samkomulag hafi náðst. Hér er samt verið að stefna í þveröfuga átt við það sem ætlað var, nefnilega að líkja eftir dönskum vinnubrögðum sem eru að þróast í æ meira jafnræði milli aðila. Ríkisstjórnin virðist ekki skilja að hún er að eyðileggja samskipti á vinnumarkaði með þessari lagasetningu. Ætlar hæstv. ríkisstjórn að taka undir peningaglamur í vinnudeilubauk vinnuveitenda, sem 800 millj. eru í, og hrista framan í íslenska alþýðu með þessu frv.? Ég greiði ekki atkvæði, herra forseti.