Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:12:52 (6500)

1996-05-23 11:12:52# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:12]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hér er verið að lögfesta nýjan skilning á hugtakinu vinnustöðvun. Hingað til hefur skilgreining á þessu hugtaki ekki verið í lögum en ákveðinn skilningur verið ríkjandi á því hvenær um slíkt sé að ræða og hvenær ekki en ólögmæt vinnustöðvun getur valdið þeim sem hana boðar miklum fjárhagslegum afleiðingum.

Með síðari málslið greinarinnar er verið að bjóða upp á verulegan túlkunarvafa um þetta og bent hefur verið á það í fjölda umsagna frá ýmsum sérfræðingum á þessu sviði að ákvæðið muni hafa í för með sér fjölda dómsmála þar sem tekist verður á um mörk verkfallsréttarins. Ákvæðið er því einungis til óþurftar. Ég segi nei.