Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:28:24 (6505)

1996-05-23 11:28:24# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:28]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. Ríkisstjórnin segist vera að efla lýðræði með þessu frv. Hún er þvert á móti að grafa undan lýðræðislegri réttindabaráttu launafólks. Ríkisstjórnin hefur stundað ósvífnar blekkingar til að vinna þessu máli brautargengi, m.a. með því að misnota skoðanakannanir. Ríkisstjórnin kveðst vera með lýðræðinu en starfar í reynd í anda einræðis, fámennisvalds, þeirra sem hafa aðeins eitt auga, þeirra sem hafa aðeins eitt auga í miðju enni og horfa til hvorugrar áttar. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra og veit ekki á gott.

Það er enn hægt að forða slysi með því að vísa frv. frá og senda það ekki til 3. umr. Ég segi nei.