Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:30:56 (6507)

1996-05-23 11:30:56# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:30]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Ég mótmæli vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar og skora enn á fjarstaddan hæstv. forsrh. Davíð Oddsson að sjá til þess að frv. þetta komi ekki frekar til umfjöllunar á þessu þingi. Framsfl., hæstv. utanrrh., fer gegn þeim loforðum sem hann gaf fyrir síðustu kosningar um samstarf og samvinnu við fólkið í landinu. Þau loforð eru svikin með vinnubrögðum um þetta frv. 7--10 þúsund manna mótmæli í Reykjavík og þúsunda úti um land 1. maí eru sögð marklaus og fárra manna hjal. Andmæli forustumanna stéttarfélaganna sem í eru meira en 60 þúsund félagsmenn eru að engu höfð. Frv. og afleiðingar þess stefna íslensku efnahagslífi í stórhættu og eru aðför að þeirri sátt sem hefur ríkt þó þjóðin hafi orðið að búa við þröngan kost í efnahagskreppu síðustu ára. Ég segi nei, herra forseti og ég segi aftur nei.