Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 11:34:39 (6510)

1996-05-23 11:34:39# 120. lþ. 146.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 146. fundur

[11:34]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Guðna Ágústssyni að það er afar óvenjulegt að það séu greidd atkvæði um það svona sérstaklega og með þessum hætti hvort vísa eigi máli til 3. umr. og að menn leggist gegn því. En hér er um afar sérstakt mál að ræða sem reyndar er nokkurn veginn fullunnið úr nefndinni. Það er alveg ljóst að það er ekki vilji til þess að gera það sem gera þarf, þ.e. að draga þetta mál til baka. Þess vegna gerum við lokahrinu að því að lýsa því yfir enn og aftur að við stjórnarandstæðingar viljum að þetta mál verði tekið út af borðinu, að leitað verði samstarfs, samráðs og samstöðu um það hvernig reglur verði þróaðar í samskiptum á vinnumarkaði því að hér er því miður verið að ana út í fenið. Ég segi nei.