Spilliefnagjald

Fimmtudaginn 23. maí 1996, kl. 13:18:02 (6521)

1996-05-23 13:18:02# 120. lþ. 147.4 fundur 252. mál: #A spilliefnagjald# frv. 56/1996, HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 147. fundur

[13:18]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Ekki skýrðist málið mikið við þetta svar. Nú er eftir að sjá hvort spilliefnanefndinni er ætlað að sitja undir forsæti fulltrúa frá Vinnumálasambandi samvinnufélaga. Þá getur farið að súrna í stjórnarsamstarfinu, a.m.k. samkomulaginu innan hv. umhvn. ef svo fer því að sem kunnugt er og fram hefur komið, þá er það slíkt eitur í beinum annars stjórnarflokksins, Sjálfstfl., að Vinnumálasamband samvinnufélaga komi einhvern veginn við sögu í þessu máli að að hlýtur að hrikta allverulega í, svo að ekki sé meira sagt, ef til þess kemur að hæstv. ráðherra leggst á þá sveifina.