Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 24. maí 1996, kl. 11:06:44 (6541)

1996-05-24 11:06:44# 120. lþ. 148.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 148. fundur

[11:06]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Eins og kom fram í máli mínu áðan er það rétt að í huga nefndarinnar orkar þetta dálítið tvímælis. En niðurstaðan varð sú eftir umræður í nefndinni og viðræður við Prestafélag Íslands og fleiri aðila að það væri rétt að prestar skyldu áfram vera embættismenn. Um það var full samstaða. Hitt orkaði tvímælis hvort þeir ættu að falla undir þessa fimm ára reglu eður ei og þess vegna gerði ég þetta að máli áðan að benda á að þessi lög um starfshætti og stöðu kirkjunnar koma væntanlega að hausti til umfjöllunar þingsins og við töldum því rétt að láta þetta mál liggja þar til þar að kæmi.