Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 24. maí 1996, kl. 11:09:08 (6543)

1996-05-24 11:09:08# 120. lþ. 148.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 148. fundur

[11:09]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Prestar landsins hafa mikla sérstöðu. Þeir hafa alla tíð tekið laun samkvæmt úrskurði kjaranefndar. Þeir hafa ekki óskað eftir verkfallsrétti og aldrei haft hann. Þeir hafa sjálfir beðið um það að þessi skipan væri á þeirra málum. Þetta er þeirra ósk. Fyrst og fremst lít ég þannig á að sérstaða kirkjunnar sé mjög mikil. Í öðru lagi er þetta mjög gömul hefð að prestar séu embættismenn. En ég tók það skýrt fram að við hefðum talið þetta orka tvímælis. Því væri rétt að láta þetta vera svona. Að hausti komum við til með að ræða skipan kirkjunnar allrar og þá getum við tekið upp þessi mál. En ekki núna.