Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Föstudaginn 24. maí 1996, kl. 17:21:37 (6571)

1996-05-24 17:21:37# 120. lþ. 148.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, Frsm. meiri hluta EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 148. fundur

[17:21]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef leitast við það frá því að ég kom inn í þessa virðulegu stofnun að taka starf mitt mjög alvarlega. Ég er líka sannfærður um að í þessu þjóðfélagi, sem er opið þjóðfélag, eru að vinnast stórir sigrar á hverjum einasta degi. Í dag getum við horft fram á það að á þessu ári mun kaupmáttur fólks aukast miklu meira en menn gerðu ráð fyrir, t.d. í síðustu kjarasamningum. Hverju er það að þakka? Það er að þakka því að þjóðfélagið er opið og starfandi og það nýtir þá möguleika sem eru til staðar.

Stöðnuð þjóðfélög, peningalaus þjóðfélög. Við þekkjum það að milljarðar manna eru á hungurmörkum fyrst og fremst vegja óstjórnar. Við skulum því vera ánægð með það sem við höfum á þessu landi og við skulum vera ánægð með að það skuli ganga svo vel í okkar þjóðfélagi sem raun ber vitni vegna þess að menn fá að starfa frjálst vegna þess að verðmyndun er frjáls, vegna þess að við erum með löggjöf sem er þokkalega úr garði gerð.