Skipulag miðhálendis Íslands

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 15:00:21 (6622)

1996-05-28 15:00:21# 120. lþ. 149.7 fundur 532. mál: #A skipulag miðhálendis Íslands# fsp. (til munnl.) frá umhvrh., HG
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[15:00]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Það viðhorf sem fyrirspurnin endurspeglar er mjög eðlilegt og vil ég nefna það að áður en sú lagasamþykkt var gerð, sem nú er unnið eftir varðandi skipulag miðhálendisins, þá var kynnt og lagt fyrir Alþingi stjfrv. sem gerði ráð fyrir allt öðrum málstökum, framborið af þáv. umhvrh. Eiði Guðnasyni ef ég man rétt. Þar var gert ráð fyrir því að miðhálendið yrði lögfest sem sérstök stjórnsýslueining og síðan yrði sett nefnd til þess að vinna að eftirliti, útfærslu o.s.frv. samkvæmt nánari ákvæðum sem þar væri að finna. Þessi skipan var m.a. studd á þeim tíma af mínum flokki, Alþb., og Alþfl. en hins vegar risu margir upp á afturfæturna í þingflokki Framsfl., þáv. stjórnarandstöðu, og í Sjálfstfl., þá í ríkisstjórn, andmæltu þessari skipan og brugðu fæti fyrir stjfrv. Munaði þar mest um Sjálfstfl., sem var aðili að ríkisstjórn með Alþfl., og málið komst ekki lengra.

Ég hef að vísu oft tekið eftir því að mér sýnist hv. fyrirspyrjandi ekki vera í réttum flokki, a.m.k. oft og tíðum þegar umhverfismál ber á góma.