Forsendur vistvænna landbúnaðarafurða

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 15:15:51 (6627)

1996-05-28 15:15:51# 120. lþ. 149.8 fundur 525. mál: #A forsendur vistvænna landbúnaðarafurða# fsp. (til munnl.) frá landbrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[15:15]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Það kom fram hjá hæstv. ráðherra að hann vildi gjarnan safna upplýsingum og byggja á traustum vísindalegum grunni við gerð og setningu reglugerðar framvegis varðandi vistræna og lífræna framleiðslu. Ég beini þeirri spurningu til hæstv. ráðherra hvaða grunnur er notaður þegar úthlutað er úr sjóði sem stofnaður var að mig minnir fyrir ári til þess að stuðla að vistrænni lífrænni framleiðslu og hvort úthlutun úr sjóðnum hafi þegar farið fram og hvort þar sé um að ræða kröfur vegna beitilands, það sé í góðu ástandi þar sem um er að ræða eins og kallað er lífrænt ræktað við framleiðslu kjöts og hvort þar sé byggt á þeim kröfum sem hv. þm. Hjörleifur Guttormsson nefndi áðan.