Landsbókasafn Íslands -- Háskólabókasafn

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 15:30:49 (6632)

1996-05-28 15:30:49# 120. lþ. 149.10 fundur 514. mál: #A Landsbókasafn Íslands -- Háskólabókasafn# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., Fyrirspyrjandi LB
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[15:30]

Fyrirspyrjandi (Lúðvík Bergvinsson):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir skýr og greinargóð svör en jafnframt skora ég á hann að beita sér fyrir því í væntanlegri fjárlagagerð að meiri fjármunum en nú er verði varið til reksturs safnsins svo tryggja megi að safnið verði opið líkt og tíðkast víðast hvar þar sem ég hef kynnt mér eða a.m.k. til 10 á kvöldin, lengur á laugardögum og opið á sunnudögum.