Átak í jafnréttismálum hjá Ríkisútvarpinu

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 15:42:57 (6640)

1996-05-28 15:42:57# 120. lþ. 149.11 fundur 531. mál: #A átak í jafnréttismálum hjá Ríkisútvarpinu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 149. fundur

[15:42]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Hér hefur orðið stutt og snörp umræða um jafnréttismál þó að það sé afmarkað tilefni sem hv. þm. Siv Friðleifsdóttir gaf sér með fyrirspurn sinni. Athyglisverðar ábendingar komu fram og ættu að ýta við og kalla á viðbrögð. Það er ekki auðvelt að sjá hvað hægt er að gera. En það er alveg ljóst að það er mjög mikilvægt að reyna að taka á þessum málum og þoka þeim fram á veg. Það er ójafnrétti í samskiptum kynjanna. Það er alveg ljóst að það er mikið ójafnrétti í því hver umfjöllun um konur í fjölmiðlum er og það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir þær konur sem eru á þingi og eru 25% þingmanna, að það er mat okkar allra að umfjöllun um þau málefni sem konurnar á Alþingi standa fyrir sé minna en sem þessu nemur. Það væri fróðlegt að sjá samantekt á því hver sé þáttur kvennanna í þingstörfum í þingsal og ég hef beðið um það á þessum morgni að tekinn verði saman fjöldi ræðna, og afmarkað þannig að athugasemdir og andsvör verði ekki þar með þannig að við áttum okkur á þessu.