Framhaldsskólar

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 23:07:03 (6692)

1996-05-28 23:07:03# 120. lþ. 150.10 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, Frsm. 2. minni hluta GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 150. fundur

[23:07]

Frsm. 2. minni hluta menntmn. (Guðný Guðbjörnsdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Það ákvæði sem ég gerði að umtalsefni til þess að rökstyðja það að ég væri að tala um ómannúðlegt frv. er m.a. það ákvæði í frv. þar sem talað er um að námsbrautir séu skipulagðar með lokamarkmið náms að leiðarljósi. Þetta mun óneitanlega bæði hafa í för með sér að nemendur þurfa að fara meira á milli skóla miðað við vinahópinn og einnig verður erfiðara að flytja sig á milli brauta.