Grunnskóli

Þriðjudaginn 28. maí 1996, kl. 23:46:31 (6704)

1996-05-28 23:46:31# 120. lþ. 150.12 fundur 501. mál: #A grunnskóli# (yfirfærsla til sveitarfélaga) frv. 77/1996, ÁÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 150. fundur

[23:46]

Ásta B. Þorsteinsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það er gleðilegt að það skuli vera áform um að veita meira fjármagn í sérkennslu. Ég fagna því svo sannarlega. En ég segi aftur að miðað við þá nákvæmu útfærslu sem á þessu frv. er varðandi fjármögnun á ýmsum þáttum við kostnað vegna tilfærslunnar skýtur skökku við að ekki skuli hafa verið unnið jafnnákvæmlega í þessum frumvarpstexta að því hvernig áformað er að standa að sértækum úrræðum gagnvart þessum hópi nemenda. Ég tel óásættanlegt að þeirri heimavinnu skuli ekki hafa verið lokið í ráðuneytinu áður en tilfærsla grunnskólans til sveitarfélaganna á sér stað. Eftir þeim upplýsingum sem hér hafa komið fram hefur ekkert breytt þeirri skoðun minni.