Sameining Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 15:30:30 (6751)

1996-05-29 15:30:30# 120. lþ. 151.14 fundur 389. mál: #A sameining Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda# (breyting ýmissa laga) frv. 73/1996, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[15:30]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er kannski ekki svo mikil ástæða til svars þar sem hv. þm. kom hér aðeins upp til þess að staðfesta sinn eigin skilning á því hvar landvarslan ætti að vera. En ég er sammála því að verkþátturinn getur og á e.t.v. að heyra undir landbrn. en rannsóknir og eftirlit með landgræðsluþættinum og uppgræðslu á að vera annars staðar. Það er með öllu óeðlilegt að það sé sama stofnunin sem ákveður í hvaða verk skuli farið á sviði uppgræðslu og landvörslu, fari síðan með framkvæmdina og taki sjálf út árangurinn að verkinu loknu. Þetta er óeðlilegt fyrirkomulag í hvaða stofnun sem er.