Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:18:10 (6765)

1996-05-29 16:18:10# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:18]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég segi að sjálfsögðu nei við frávísunartillögunni. Málið hefur komið mjög eðlilega inn í þingið. Í því felast margar umbætur, tekið á ýmsum framfaramálum í sambandi við starfsmannamál ríkisins. Málið hefur fengið mjög mikla og vandaða umfjöllun í efh.- og viðskn. Það hefur batnað verulega í meðförum nefndarinnar og vegna þeirra tillagna sem meiri hluti efh.- og viðskn. hefur gert m.a. með hliðsjón af þeim efnislegu athugasemdum sem hafa komið fram við málið frá stéttarfélögunum þannig að fullt tillit hefur verið tekið til þeirra efnislegu athugasemda sem frá þeim hafa komið og voru eðlilegar. Ég tel því einsýnt, hæstv. forseti, að fella frávísunartillögu stjórnarandstæðinga.