Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:32:15 (6773)

1996-05-29 16:32:15# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, ÖJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:32]

Ögmundur Jónasson:

Hæstv. forseti. 47. gr. frv. átti að tryggja með lögum að allir þeir sem standa utan stéttarfélaga, hvort sem væri að frumkvæði stjórnvalda eða kröfu forstjóra eða af öðrum sökum byggju aldrei við lakari réttindi eða lakari kjör en þeir sem eru innan samtaka og leggja sitt af mörkum. 47. gr. lagafrv. var þannig einhver grófasta árásin á verkalýðshreyfinguna og lýðræðislega réttindabaráttu í frv. og er þá mikið sagt. Þess vegna er afnám þessarar greinar svo mikilvægt að við sem erum andstæðingar frv. teljum sérstaka ástæðu til að undirstrika mikilvægi hennar og greiðum atkvæði með afnámi greinarinnar. Ég segi já.