Réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:37:38 (6776)

1996-05-29 16:37:38# 120. lþ. 151.1 fundur 372. mál: #A réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# (heildarlög) frv. 70/1996, SvG (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:37]

Svavar Gestsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég harma það að stjórnarmeirihlutinn skuli með þessari afstöðu sinni hafa hafnað þessari leið. Í henni var fólginn mikilvægur öryggisventill fyrir meðferð mála í þessari stofnun sem er miklu minni en var í gamla kerfinu. Ég vona að þessi afstaða meiri hlutans og það að forseti brást sjálfur ekki við tillögu minni á neinn hátt bendi ekki til þess að menn ætli sér að gera þetta neyðarákvæði þingskapanna að engu í framtíðinni.