Framhaldsskólar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 16:56:19 (6785)

1996-05-29 16:56:19# 120. lþ. 151.5 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[16:56]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Þessi brtt. gengur út á það að kennarar megi allra náðarsamlegast vera áfram í skólanefndum. Þeir hafa verið í skólanefndum en hér er sem sagt ætlunin að henda þeim þaðan út og við gerum brtt. um að frá því verði horfið og kennarar megi eiga aðild að þessum mikilvægu skólanefndum. Það er dálítið merkilegt að stjórnarmeirihlutinn skuli beita sér í þessa veru, ekki síst með hliðsjón af því að einn af aðalhöfundum frv., eins og það lítur út núna, er skólameistari og hefur þar af leiðandi reynslu af skólanefndum en sú reynsla er yfirleitt góð. Þeim mun undarlegra er það að menn skuli ætla að berja kennarana út úr skólanefndunum eins og hér var lagt til og þess vegna flytjum við þessa tillögu sem ég styð að sjálfsögðu.