Framhaldsskólar

Miðvikudaginn 29. maí 1996, kl. 17:04:18 (6790)

1996-05-29 17:04:18# 120. lþ. 151.5 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv. 80/1996, HjálmJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 151. fundur

[17:04]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. 37. gr. frv. felur í sér breytta kostnaðarskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga í byggingu heimavistarrýmis. Sú breyting á sér ekki stað nema viðkomandi sveitarfélögum sé bættur mismunurinn. Hæstv. menntmrh. hefur lýst því yfir að hann muni gangast fyrir úttekt á þörfinni fyrir heimavistarrými við framhaldsskólana. Í athugasemdum með frv. er kveðið á um að samið verði um það hvernig aukinni kostnaðarþátttöku sveitarfélaga verði mætt.

Í framhaldi af samþykkt þessara laga um framhaldsskóla skulu því teknar upp viðræður milli ráðuneytis menntamála og viðkomandi sveitarfélaga vegna aukinnar hlutdeildar sveitarfélaga í kostnaði og hvernig sá munur verði jafnaður. --- Ég segi nei.