Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 12:17:18 (6824)

1996-05-30 12:17:18# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[12:17]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir heldur áfram með fullyrðingar sínar um störf okkar í hv. félmn. og yfirleitt um ríkisstjórnarmeirihlutann. Ég hef ekki orðið var við það í þessari umræðu núna, 3. umr., að það hafi komið neitt nýtt fram. Þetta hafa verið endalausar bollaleggingar um það hvernig menn hafi talað, hverjir hafi mætt, hvað einstakir menn innan þingmeirihlutans hafi verið duglegir o.s.frv. Mér finnst þessi umræða hreinlega komin út í ógöngur af hálfu minni hlutans. Hún lýsir einvörðungu því að þeir eru komnir í algert þrot með þessa umræðu og hafa væntanlega áttað sig á því. Þar af leiðandi er þessi umræða hálfgert fýlumoð.