Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 12:27:35 (6830)

1996-05-30 12:27:35# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[12:27]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Í 25 ár eða lengur hef ég staðið í því að semja við launþega. (SvG: Ertu uppgefinn?) Nei, ég er ekkert uppgefinn. Ég er enn við þau störf. (SvG: ...beita valdi á Alþingi.) Hvað var gert 1938? Hver setti þessi lög? Voru þau ekki sett af Alþingi? Hver setur lög og semur leikreglur? Voru ekki lögin sem fyrir voru sett af Alþingi? Var einhver annar sem setti þau? Eða var bannað að breyta þeim lögum?