Stéttarfélög og vinnudeilur

Fimmtudaginn 30. maí 1996, kl. 13:14:55 (6838)

1996-05-30 13:14:55# 120. lþ. 154.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 154. fundur

[13:14]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að það hafi verið efnislega sýnt fram á það að í þessu frv. er ekki verið að setja höft. Það er ekki verið að setja bönn, það er ekki verið að brjóta niður eða binda verkalýðshreyfinguna. Það getur enginn sýnt fram á það með rökum. Það getur enginn sýnt fram á það. Efnisatriðin sem voru gagnrýnd hafa verið fjarlægð. Hvert einasta þeirra hefur verið fjarlægt, auðvitað að kröfu verkalýðshreyfingarinnar. Það er alveg rétt. Það er líka rétt að slík samtök hafi áhrif á störf þingsins. Það er mjög eðlilegt. Við stöndum sameiginlega að því sem við erum að gera og auðvitað hefur enginn mótmælt því að verkalýðshreyfingin á sinn stóra og mikla þátt í því að það hefur tekist að koma atvinnulífi og efnahagsmálum á réttan kjöl. Um það eru allir sammála.