Stéttarfélög og vinnudeilur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 15:48:36 (6909)

1996-05-31 15:48:36# 120. lþ. 157.1 fundur 415. mál: #A stéttarfélög og vinnudeilur# (sáttastörf, vinnustaðarfélög, vinnustöðvun o.fl.) frv. 75/1996, KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[15:48]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Með því að lögfesta þetta frv. er ríkisstjórnin að efna til ófriðar á vinnumarkaði. Þessi lög eru sett í andstöðu við vilja verkalýðshreyfingarinnar en vekja fögnuð í Garðastrætinu sem segir sína sögu. Þessi lög eru stefnulaus hrærigrautur sem munu ekki koma að neinu gagni við að bæta samskipti og vinnubrögð við samningagerð vegna þess að þau eru í óþökk annars aðilans sem á að vinna eftir þeim. Það á að vera hlutverk ríkisvaldsins að stuðla að samvinnu, friði og jafnvægi í samfélaginu. Hér er gengið í þveröfuga átt. Þessi lög eru slys, hæstv. forseti. Ég segi nei.