Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 15:55:07 (6913)

1996-05-31 15:55:07# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[15:55]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Stjórnarandstöðuflokkarnir styðja upptöku fjármagnstekjuskatts hér á landi. Við teljum hins vegar að það frv. sem hér er verið að afgreiða sé illa úr garði gert og það hafi komið í ljós margvíslegir gallar á því. M.a. er hætta á skattsvikum. Það verður erfitt í framkvæmd og þetta er mat skattyfirvalda. Eins og frv. er útfært er fyrst og fremst um skattalækkun til stórra hluthafa að ræða en skattahækkun á almenna sparifjáreigendur. Má einnig benda á að þetta þýðir aukalegan fjármagnstekjuskatt á ellilífeyrisþega sem fengu þá gjöf frá hæstv. ríkisstjórn við afgreiðslu fjárlaga. Það hefði þess vegna þurft að útbúa þetta frv. miklu betur og leggja það fram strax á haustdögum. Þess vegna leggjum við til að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar og það lagt fram í endurskoðaðri mynd strax í upphafi næsta þings. Ég segi já.